29.6.2009 | 07:21
Flosi og Ómar eiga að víkja til hliðar, það er krafa kópavogsbúa
Það er krafa okkar kópavogsbúa að bæði Ómar og Flosi stígi til hliðar sem bæjarfulltrúar og kalli inn varamenn sína, á meðan mál lífeyrissjóðsins eru skoðuð. Gunnar sjálfstæðismaður gerði það og er það gott, hann sýnir þá ákveðna ábyrgð á atburðarrás með því að víkja.
En hvað gera Flosi og Ómar?? Þeir segjast ekki ætla að breyta neinu, að þeir hafi verið blekktir, jafnvel þó að gögn hafi komið fram sem segja að þeir hafi vitað allan tímann um málið. Er þetta bæjarfulltrúar sem við viljum hafa? Nei segi ég, þeir eiga að víkja. Ég hvet þá til að sýna manndóm og stíga til hliðar á meðan verið er að skoða þessi mál.
Vilja ekki tjá sig um póstinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2009 | 08:16
Hvað segja Flosi og Ómar núna??
Það eru nú búin að vera stór orð frá Flosa samfylkingarmanni og Ómari framsóknarmanni, um að Gunnar hafi blekkt þá. Svo kemur það í ljós að þeir höfðu allar upplýsingar um hvað var í gangi og meira segja hefur Flosi samið svör til FME með framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins. Þeir Flosi og Ómar voru semsagt vel upplýstir með alla stöðu mála eins og fundargerðir lífeyrissjóðsins sýna fram á, að halda öðru fram eins og Flosi hefur gert er rangt.
En skyldu þessir herramenn, Flosi og Ómar, bregðast við nýjustu fréttunum? Eða er þetta bara enn einn blekkingarleikurinn frá fráfarandi bæjarstjóra? Það er svo auðvelt að skella meiru á Gunnar þessa dagana, það er einhvern veginn í tísku núna, eða hvað?
Ég geri kröfu á að Flosi samfylkingarmaður geri grein fyrir sínu máli en vísi ekki bara alltaf í "vonda karlinn" hann Gunnar sem blekkt aumingja Flosa sem í góðri trú vissi ekki betur, nema kannski að hafa sjálfur skrifað svörin til FME eins og kemur fram í frétt morgunblaðsins. Þýðir það að Flosi vissi þá ekki um málið eða var hann þá bara í hlutverki ritara og hjálparmanns framkvæmdastjórans, en ekki sem stjórnarmaður og ákvörðunartaki í stjórn lífeyrissjóðs kópavogs. Geta menn verið í mismunandi hlutverkum á sama tíma??
það skyldi ekki vera svo að Gunnar færi með rétt mál eftir allt saman. Ættu þá Flosi og Ómar ekki að víkja til hliðar á meðan rannsókn á málinu fer fram? Alla vega var það rétt ákvörðun hjá Gunnari að víkja á meðan.
Ég sem kópavogsbúi geri þá kröfu til Flosa og Ómars að þeir víki báðir, eins og Gunnar, á meðan rannsókn stendur yfir á þessu máli. Annað er óeðlilegt.
Nema þetta sé eins og oft áður hluti af málatilbúnaði samfylkingarmanna í kópavogi, sem aldrei gera neitt en sjá allt til foráttu sem sjálfstæðismenn gera.
Höfundur býr í kópavogi og er sjálfstæðismaður, bara svo það komi fram.
Og þá erum við í vanda" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2008 | 09:17
Bíddu nú hæg!!
Er þá verið að segja manni, að það sé ekki eining innan Stoða með yfirlýsingarnar?? Gæti verið að einhverjir stjórnarmenn hafi skilning á að ríkið getur ekki lánað ef nægar tryggingar eru ekki fyrir hendi??
Skrítið, ætli við almenningur hafi lent í því að lánastofnanir hafi krafist meiri trygginga af manni heldur en maður sjálfur taldi nauðsynlegt??
Það getur þó ekki verið að ríkið sé að beita sömu aðferðum á bankana og þeir á almenning?
Ekki eining í stjórn Stoða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2008 | 08:56
Þeir eru spes þarna austurfrá!
Á nærbuxnaveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2008 | 08:53
Hvað er í gangi hjá þeim??
Ég bara spyr, hvað er í gangi hjá þeim? Er málið ekki bara að þeir fóru of geyst í fjármögnun á of mörgum félögum og dreifðu kröftum sínum of víða. Svo þegar eitthvað kemur upp á þá geta þeir ekki dregið til baka og standa veikari fyrir vikið. Það er greinilegt að trúverðugleiki baugsmanna og annarra sem standa að baki Glitni er ekki nægur til að hafa fengið skammtíma lán eins og þeir vildi. Jú, því þá hefðu þeir getað haldið áfram sínum leik.
En þegar komið er með almannafé sem við skattborgararnir eiga þá eru gerðar aðrar kröfur, sem betur fer.
Kallaði ráðherra og þingmenn á fund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2008 | 15:16
Góðar fréttir fyrir valsmenn
Haraldur kominn heim á Hlíðarenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2008 | 15:10
Hafa blaðamenn mbl.is heyrt talað um Púka!!!
það hlýtur að vera lágmarkskrafa okkar sem lesa mbl.is að blaðamenn láti púka lesa yfir fréttirnar. Þessi frétt er ekki löng en tvær mjög slæmar innsláttarvillur koma fram í henni.
p.s. af hverju notið þið ekki púkann sem fylgir með í blogg kerfinu???
Weber dæmdur í fangelsi og 103 milljóna sekt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2008 | 14:24
Allt of vægur dómur!!
Þetta er allt of vægur dómur að mínu mati. Ég bara spyr, myndi sama einstaklingur fá svona vægan dóm í Bretlandi eða USA fyrir sömu sök? Það er verið að senda þau skilaboð út að það sé í lagi að ráðast á lögregluna, nokkuð sem á ekki að viðgangast. Ef við sendum ekki harðari skilaboð til þeirra sem brjóta af sér þá endar þetta með því að við verðum með fáliða lögreglulið, því það vill enginn vinna í þessar vinnu sem býður upp á slíkt lélegt atvinnuöryggi, eða þá að við endum með vopnaða lögreglu svo hún geti varið sig.
Er það þetta sem við viljum? Allavega ekki ég.
Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á lögreglumann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2008 | 14:17
stattu á þínu Guðjón
Guðjón Arnar: Miðstjórnin skiptir ekki verkum milli þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2008 | 14:15
Til hamingju með það, báðir aðilar
Miðlunartillagan samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Helgi Jóhannesson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar