Hvað segja Flosi og Ómar núna??

Það eru nú búin að vera stór orð frá Flosa samfylkingarmanni og Ómari framsóknarmanni, um að Gunnar hafi blekkt þá.  Svo kemur það í ljós að þeir höfðu allar upplýsingar um hvað var í gangi og meira segja hefur Flosi samið svör til FME með framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins.  Þeir Flosi og Ómar voru semsagt vel upplýstir með alla stöðu mála eins og fundargerðir lífeyrissjóðsins sýna fram á, að halda öðru fram eins og Flosi hefur gert er rangt.

 En skyldu þessir herramenn, Flosi og Ómar, bregðast við nýjustu fréttunum?  Eða er þetta bara enn einn blekkingarleikurinn frá fráfarandi bæjarstjóra?  Það er svo auðvelt að skella meiru á Gunnar þessa dagana, það er einhvern veginn í tísku núna, eða hvað?

Ég geri kröfu á að Flosi samfylkingarmaður geri grein fyrir sínu máli en vísi ekki bara alltaf í "vonda karlinn" hann Gunnar sem blekkt aumingja Flosa sem í góðri trú vissi ekki betur, nema kannski að hafa sjálfur skrifað svörin til FME eins og kemur fram í frétt morgunblaðsins.  Þýðir það að Flosi vissi þá ekki um málið eða var hann þá bara í hlutverki ritara og hjálparmanns framkvæmdastjórans, en ekki sem stjórnarmaður og ákvörðunartaki í stjórn lífeyrissjóðs kópavogs.  Geta menn verið í mismunandi hlutverkum á sama tíma??

það skyldi ekki vera svo að Gunnar færi með rétt mál eftir allt saman.  Ættu þá Flosi og Ómar ekki að víkja til hliðar á meðan rannsókn á málinu fer fram?  Alla vega var það rétt ákvörðun hjá Gunnari að víkja á meðan.

Ég sem kópavogsbúi geri þá kröfu til Flosa og Ómars að þeir víki báðir, eins og Gunnar, á meðan rannsókn stendur yfir á þessu máli. Annað er óeðlilegt. 

Nema þetta sé eins og oft áður hluti af málatilbúnaði samfylkingarmanna í kópavogi, sem aldrei gera neitt en sjá allt til foráttu sem sjálfstæðismenn gera. 

 Höfundur býr í kópavogi og er sjálfstæðismaður, bara svo það komi fram.


mbl.is „Og þá erum við í vanda"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu eiga þeir að víkja líka. Það er jafnvel spurning hvort lygarar eigi ekki hreinlega að sjá sóma sinn í því að segja af sér og koma ekki nálægt bæjarpólítík framar?

Gunnar, Flosi og Ómar eiga einfaldlega að þurrka siðblinduna úr augum sér og segja af sér ásamt því að afsala sér öllum biðlaunum. Ekki víkja tímabundið, heldur segja af sér.

Það er a.m.k. mín skoðun.

Páll (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 09:55

2 identicon

Siðblind möppudýr.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helgi Jóhannesson

Höfundur

Helgi J
Helgi J

Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og almenna umræðu um samfélagsmál.  Áhugamaður um íþróttir almennt en þó meira um jaðarsportið.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband